Það verður Afturelding sem spilar til úrslita í Coca-Cola bikarnum á morgun eftir sigur á Haukum í kvöld í framlengdum leik.

Haukar byrjuðu betur í leiknum og náðu 7 marka forystu í fyrri hálfleik sem þeir héldu þar til liðin héldu til búningsklefa, hálfleikstölur 18-11 fyrir Hauka.

Í síðari hálfleik náði Afturelding smám saman að minnka forystu Hauka og var mikil spenna á lokamínútum venjulegs leiktíma. Það var Afturelding sem náði að jafna á lokamínútunni og því var framlengt. Staðan eftir venjulegan leiktíma 25-25.

Í framlengingu náði Afturelding forystunni en Haukar voru alltaf skammt undan. Haukar jöfnuðu á lokamínútunni en þegar 10 sekúndur voru eftir skoraði Mikk Pinnonen fyrir Aftureldingu og tryggði sigurinn.

Það verða því Afturelding og Valur sem mætast í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins á morgun, laugardag kl.16.00.

Markaskorarar Hauka í leiknum:

Adam Haukur Baumruk 8, Daníel Þór Ingason 5, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Hákon Daði Styrmisson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Ivan Ivkovic 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Elías Már Halldórsson 1. 

Markarskorar Aftureldingar í leiknum:

Elvar Ásgeirsson 7, Mikk Pinnonen 5, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 5, Ernir Hrafn Arnarson 5, Pétur Júníusson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Davíð Hlíðdal Svansson 1, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 1.