Þrír leikir fara fram í Coca-Cola bikar kvenna í kvöld. 8-liða úrslitum lýkur svo annað kvöld með einum leik.

Það er mikið í húfi en sigurvegarar viðureignanna tryggja sér farseðil í Laugardalshöll í Final Four sem fram fer 8. – 10. mars.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja sitt lið.

 

Leikirnir í kvöld:

KA/Þór – Fjölnir kl. 19.00.

HK – Haukar kl. 19.30.

ÍR – Fram kl. 20.00

 

Stjarnan – ÍBV, miðvikudag kl. 18.30, í beinni útsendingu á
RÚV 2.