Í kvöld og annað kvöld fara fram 8 liða úrslit í Coca Cola bikar kvenna. 

Leikir kvöldsins:

19.30
TM Höllin
Stjarnan – ÍBV

19.30
Hertz höllin
Grótta – Selfoss

Leikur Stjörnunnar og ÍBV verður í beinni útsendingu á RÚV 2, þar sem samgöngur til og frá Vestmannaeyjum hafa verið erfiðar er ekki ljóst hvort leikurinn geti farið fram. Ef leikurinn frestast þá verður leikur Gróttu og Selfoss sýndur.

Miðvikudagskvöld:

19.30
Varmá
Afturelding – Haukar

19.30
Fylkishöll
Fylkir – Fram

Sigurvegarar í þessum leikjum komast í Final Four í Laugardalshöll því má reikna með því að liðin leggi allt í sölurnar í þessum leikjum.