8 – liða úrslit Coca Cola bikars kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. 

Stjarnan tekur á móti ÍR í TM höllinni kl.18.00, Fylkir fær Fram í heimsókn í Fylkishöllinni kl.19.30 og í Schenkerhöllinni mætast svo Haukar og HK kl.19.30. 8 – liða úrslitin klárast svo á miðvikudaginn þar sem Selfoss og Grótta mætast á Selfossi kl.19.30.

Öll liðin spiluðu í 16 – liða úrslitum nema ríkjandi bikarmeistarar í Gróttu sem sátu hjá. Þar sigraði HK lið KA/Þórs fyrir norðan 31 – 21, Haukar unnu Val 23 – 28, Fram sigraði Aftureldingu örugglega 29 – 15 líkt og Fylkir sem vann Fjölni 36 – 22, Stjarnan vann ÍBV með minnsta mun 24 – 23, Selfoss vann lið FH 28 – 24 og að lokum vann ÍR ÍBV2 örugglega 36 – 22.