8 – liða úrslir Coca Cola bikars karla hefjast á sunnudaginn með tveimur leikjum.

Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV – Valur kl.15.30 og í Schenkerhöllinni mætast Haukar og Afturelding kl.16.00. Á mánudaginn mætast svo Stjarnan og Fram í TM höllinni og hins vegar Fjölnir og Grótta í Dalhúsum og hefjast báðir leikir kl.19.30. 

Leiðir liðana í 8 – liða úrslit hafa verið mismunandi. Stjarnan og Fjölnir spiluðu í 32 – liða úrslitum þar sem Stjarnan sigraði Þrótt örugglega 45 – 26 og Fjölnir vann lið Mílunar 27-22. ÍBV, Valur, Haukar, Afturelding, Fram og Grótta sátu öll hjá í þessari umferð.

Í 16 – liða úrslitum vann Stjarnan Akureyri 26 – 24, Grótta sigraði lið FH 28 – 23, Afturelding fékk Víking í heimsókn og sigraði 22 – 20, Fjölnir vann Selfoss í Dalhúsum 29-24, Fram vann Þrótt Vogum 27-15 og að lokum vann ÍBV lið HK 37 – 25.