Coca-Cola bikarinn er heldur betur kominn á skrið. Nú er ljóst hvaða lið mætast í Final Four kvenna því í gær tryggðu Eyjastúlkur sér farmiða inn í undanúrslitin. Í pottinum verða ÍBV, KA/Þór, Haukar og Fram.

8-liða úrslit karla hefjast svo í kvöld með þremur leikjum og við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja sitt lið.

Þróttur – Selfoss kl. 19.30.

FH – Fram kl. 19.30.

Haukar – Valur kl. 19.30 í beinni á
RÚV 2.

Leik Gróttu og ÍBV var frestað og verður hann leikinn þriðjudaginn 13. febrúar kl. 19.30.

 

Dregið verður í Final Four miðvikudaginn 14. febrúar kl. 12.00.