FH varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sig í Final four helgi karla í Laugardalshöll þegar liðið sigraði Stjörnuna í æsispennandi leik. FH er komið áfram ásamt Haukum, ÍBV og Val.

Konurnar hefja svo leik á morgun í 8 liða úrslitum og eru 2 leikir á dagskrá.

Grótta mætir HK og Haukar taka á móti Selfoss. Báðir leikirnir hefjast kl.19.30.