Á morgun fimmtudag, 15.október, verður dregið í 32 liða úrslitum karla í Coca Cola bikarnum.

Í pottinum hjá meistaraflokki karla eru: Akureyri, FH, Fjölnir 1, Fjölnir 2 Fram, Grótta 1, Grótta 2, Haukar 2, HK, ÍBV 2, ÍF Mílan, ÍH, ÍR, KR. Selfoss, Stjarnan, Valur 2, Víkingur, Þróttur og Þróttur Vogum. Liðin sem sitja hjá eru Haukar, ÍBV, Valur og Afturelding ásamt 4 síðustu liðunum úr pottinum. Leiknar verða 8 viðureignir í 32 liða úrslitum karla og verða þær leiknar 25./26. október nk.

Bikardrátturinn fer fram í hálfleik á leik Fram og Aftureldingar sem hefst kl.20.00.