Undanúrslitin í Coca Cola-bikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í Laugardalshöll í dag og kvöld. Klukkan 17.15 mætast ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar og klukkan 20.00 verður flautað til leiks ÍBV og Gróttu.

Úrslitaleikurinn í Coca-Cola bikarkeppni kvenna fer svo fram á laugardag, rétt eins og úrslitaleikurinn í karlaflokki, en flautað verður til leiks hjá stúlkunum klukkan 13.30.

Margt áhugavert má sjá þegar skoðuð er leið liðanna í undanúrslitin, frammistaða þeirra í sögulegu samhengi og ekki síður gangur mála á yfirstandandi leiktíð. Staðan lítur einhvern veginn svona út:



Valur – Haukar

Leiðin í undanúrslitin:

Valur –       1.umferð – sátu hjá

                     8-liða úrslit – Fylkir, 22-21.

Haukar –      1.umferð – ÍBV 2, 33-22.

                        8-liða úrslit – Selfossi, 26-22.

Valur og
Haukar mættust einnig í undanúrslitum í fyrra. Þá hafði
Valur betur, 25-21.

Valur og
Haukar hafa mæst einu sinni í Olís-deildinni á þessari leiktíð;
Haukar höfðu betur að Hlíðarenda, 30-27.

Valur hefur orðið bikarmeistari þrjú ár í röð og sex sinnum alls, jafnoft og
Stjarnan.
Fram er sigursælasta bikarliðið í kvennaflokki, hefur unnið bikarinn 14 sinnum, síðast árið 2011.

Haukar urðu síðast bikarmeistarar árið 2007, unnu þá annað árið í röð, og hafa fagnað bikarmeistaratitli alls fjórum sinnum.

Valur situr í 7.sæti Olís-deildarinnar, hefur skorað 410 mörk og fengið á sig 407 í 18 leikjum (Mt. 22.8-22.4). Aðeins liðin í sætum 8-12 hafa skorað færri mörk og reyndar hefur
HK, sem situr í níunda sæti, skorað jafnmörg. Hins vegar hafa aðeins fjögur efstu liðin;
Grótta, Stjarnan, Fram og
Haukar fengið á sig færri mörk.

Haukar sitja í 4.sæti Olís-deildarinnar, hafa skorað 455 mörk og fengið á sig 401 mark í 18 leikjum (Mt. 25.3-22.3). Aðeins
Grótta, Fram og
ÍBV hafa skorað fleiri mörk í deildinni og toppliðin þrjú;
Grótta, Stjarnan og
Fram eru þau einu sem fengið hafa á sig færri mörk.

ÍBV – Grótta

Leiðin í undanúrslit:

ÍBV –          1.umferð – Stjarnan, 24-22.

                    8-liða úrslit – ÍR, 31-23.

Grótta –         1.umferð – Fram, 19-18.    

                        8-liða úrslit – HK, 31-18.

Grótta komst í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppninnar á síðustu leiktíð og tapaði þar fyrir
Stjörnunni. ÍBV komst í 8-liða úrslit og tapaði þar fyrir verðandi bikarmeisturum
Vals.

ÍBV og
Grótta hafa mæst einu sinni í Olís-deildinni á þessari leiktíð;
Grótta fagnaði þá sigri í Eyjum, 31-21.

ÍBV hefur þrisvar orðið bikarmeistari í kvennaflokki, árin 2001, 2002 og 2004.
Grótta hefur hins vegar aldrei fagnað bikarmeistaratitli.

Grótta situr á toppi Olís-deildarinnar og hefur skorað 476 mörk og fengið á sig 346 mörk í 18 leikjum (Mt. 26.4-19.2). Aðeins
ÍBV hefur skorað fleiri mörk í deildinni, 494, en
Grótta hefur fengið á sig langfæst mörk í leikjunum átján;
Fram hefur fengið á sig næstfæst mörk, eða 388.




ÍBV situr í 5.sæti Olís-deildarinnar og hefur skorað 494 mörk og fengið á sig 459 mörk í 18 leikjum (Mt. 27.4-25.5). Ekkert lið skorar meira en
ÍBV í deildinni,
Grótta hefur skorað næstflest mörk eða 476, og aðeins eitt lið, botnlið
ÍR, hefur fengið á sig fleiri mörk en
ÍBV.