Íslenska landsliðið, strákarnir okkar, mæta Slóvenum í fyrsta leik sínum í millriðlakeppninni á föstudaginn. Tveimur dögum síðar mæta íslensku strákarnir liði Portúgal. Á þriðjudaginn leika þeir við Norðmenn og loks mæta þeir Svíum á miðvikudaginn í lokaumferðinni.
Allir leikirnir fara fram í Malmö Arena þar sem íslensku strákarnir léku sína leiki í riðlakeppninni sem lauk í kvöld.
Tímasetningar leikjanna liggja ekki fyrir en verða birtar um leið og þær verða komnar á hreint.#handbolti

#strákarnirokkar

#ehfeuro2020

#dreamwinremember