Bikarkeppni HSÍ | Dregið í 16 liða úrslit kvenna

Dregið verður í 16 liða úrslit í bikarkeppni HSÍ kvenna á morgun og hefst drátturinn kl. 12:00 og verður streymt frá drættinum á Facebook síðu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ stýrir drættinum en honum til aðstoðar verður Sigríður Sigurðardóttir, handboltakempa og fyrst kvenna sem kjörin var íþróttamaður ársins.

Dregnar verða 6 viðureignir en 14 lið eru skráð til leiks.
Eftirfarandi lið eru skráð til leiks í bikarkeppni HSÍ í ár en þau eru: Afturelding, FH, Fjölnir/Fylkir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór , Selfoss, Stjarnan, Valur og Víkingur.

Í pottinum verða 12 lið en þau lið sem sitja hjá eru:
1. Valur (Bikarmeistarar)
2. Fram (Íslandsmeistarar)

Það lið sem fyrst dregst fær heimaleik. Þó skal það lið sem er í lægri deild eða félög utan deilda ávallt fá heimaleik gegn liði sem er úr efri deildum.

Leikið verður í 16 liða úrslitum þriðjudaginn 15. nóvember og miðvikudaginn 16. nóvember.