Bikarkeppni HSÍ | Dregið í 16 liða úrslit karla

Dregið verður í 16 liða úrslit Bikarkeppni HSÍ karla í dag og hefst drátturinn kl. 12:00. Dregið verður á skrifstofu HSÍ og verður streymt frá drættinum á Youtube síðu HSÍ.

Í pottinum verða 16 lið.
Valur, KA, Haukar, ÍBV, Afturelding, FH, Fram, HK, ÍBV 2, ÍR, Hörður, Kórdrengir, Selfoss, Stjarnan, Víðir, Víkingur.

Það lið sem fyrst dregst fær heimaleik. Þó skal það lið sem er í lægri deild eða félög utan deilda ávallt fá heimaleik gegn liði sem er úr efri deildum.

Leikið verður í 16 liða úrslitum fimmtudaginn 15. desember og föstudaginn 16. desember.