Grill66 deild karla | Tvö ný lið koma inn

Stjórn HSÍ hefur samþykkt tillögu mótanefndar um breytingu á Grill 66 deild karla.
Eins og áður hefur komið fram fór Víkingur úr deildinn og tók sæti Kríu í Olís deild karla.
Ákveðið hefur verið að lið Berserkja og Kórdrengja komi inn í Grill 66 deild karla fyrir næstkomandi tímabil og mun því fjölga um eitt lið í deildinni.
Nýtt leikjaplan verður birt á morgun (föstudaginn)