Bakhjarlar HSÍ | HAGI ehf og HILTI/Snickers vinnuföt gerast bakjarlar HSÍ

HAGI ehf er umboðsaðili HILTI og Snickers vinnufatnaðar á Íslandi og nær saga þessa rótgróna fjölskyldufyrirtækis til ársins 1962.  Núverandi aðsetur HAGI ehf, að Stórhöfða 37, var tekið í notkun árið 2006. Þar er fyrirliggjandi mjög rúmgóður sýningarsalur, sem geymir þverskurðinn af fjölbreyttu vöruframboði HILTI festinga og verkfæra sem eiga það sammerkt að vinna sig í gegnum steypu, stál eða timbur á einn eða annan hátt.  Þar er einnig að finna glæsilegt úrval Snickers vinnufatnaðar ásamt öryggisvörum frá mörgum framleiðendum s.s. Honeywell, UVEX o.fl.

“Við erum HAGI ehf afar þakklát fyrir að standa með handboltanum á Íslandi og erum við stolt af því að vera með þessi virtu og glæsilegu vörumerki, HILTI og Snickers, á keppnisbúningum okkar” segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og bætir við að þessi samstarfssamningur hjálpi HSÍ að halda út öflugu starfi fyrir bæði karla- og kvennalandsliðin okkar.  

Á myndinni má sjá Jón Viðar Stefánsson, formann markaðsnefndar HSÍ með þeim Kristjáni Inga Óskarssyni og Önnu Guðmundsdóttur, eigendum HAGI ehf eftir undirritun samstarfssamningsins.