B landslið kvenna | Eins marks tap gegn Sviss

B landsliðið lék í dag sinn annan leik í fjögura landa móti í Cheb í Tékklandi og að þessu sinni voru mótherjar Sviss. Stelpurnar okkar mættu til leiks af krafti og náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum. Vörn liðsins var sterk og Sara Sif Helgadóttir varði 9 skot í fyrri hálfleik. Í hálfleik var Ísland yfir 17 – 14.

Seinni hálfleikinn byrjuðu stelpurnar okkar af krafti og skoruðu fyrstu sex mörkin sín úr hraðaupphlaupum og meðan lítið gekk hjá Sviss sóknarlega. Íslandi náði mest fimm marka forystu og allt virtist stefna í öruggan Íslenskan sigur. Sviss náði að snúa leiknum sér í vil og eftir 16 mínútna leik var staðan orðin jöfn. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi og endaði leikurinn á 27 – 28 sigri Sviss.

 Díana Dögg Magnúsdóttir kosin besti leikmaður Íslands í dag.

Mörk Íslands skoruðu Díana  Dögg Magnúsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 5, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Mariam Eradze 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1 og Harpa María Friðgeirsdóttir 1 mark.

Sara Sif Helgadóttir varði 11 skot og Saga Sif Gísladóttir varði 1 skot.