HSÍ hefur ráðið þær Hrafnhildi Ósk Skúladóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í þjálfarateymi kvennalandsliðsins og verða þær með umsjón yfir B landsliði kvenna ásamt Arnari Péturssyni og Ágústi Jóhannssyni. Valinn hefur verið hópur sem kemur til æfinga í október en B landsliðið heldur til Tékklands í nóvember til þáttöku á æfingamóti.

B landslið kvenna:
Markverðir:
Eva Dís Sigurðardóttir, Afturelding
Sara Sif Helgadóttir, Valur
Sunna Guðrún Pétursdóttir, KA/Þór
Aðrir leikmenn:
Auður Ester Gestsdóttir, Valur
Ásta Björk Júlíusdóttir, Haukar
Birta Lind Jóhannsdóttir, Haukar
Birta Rún Grétarsdóttir, Oppsal
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur
Elna Ólöf Guðjónsdóttir, HK
Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram
Ída Margrét Stefánsdóttir, Valur
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK
Jónína Hlín Hansdóttir, Fram
Katla María Magnúsdóttir, Stjarnan
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjarnan
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór
Sara Dögg Hjaltadóttir, Gjerpen