Þriðji leikur B landsliðsins á móti í Houten í Hollandi fór fram fyrr í dag en þar hafði íslenska liðið eins marks sigur gegn Japan.

Íslenska liðið var skrefinu á undan í fyrri hálfleik og hafði þriggja marka forystu eftir 30 mínútur, 20-17.

Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en þegar innan við tvær mínútur voru eftir hafði japanska liðið náð eins marks forystu. Eftir mikinn darraðardans á lokamínútunni hafði íslenska liðið þó eins marks sigur 39-38.

Markaskorarar Íslands:

Arnar Birkir Hálfdánsson 8, Anton Rúnarsson 6, Vignir Stefánsson 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Agnar Smári Jónsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Hákon Daði Styrmisson 3, Sveinn Jóhannsson 2, Ísak Rafnsson 1, Magnús Óli Magnússon 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1 og Elliði Snær Viðarsson 1.

Íslenska liðið spilar til úrslita á mótinu á morgun gegn Hollandi og hefst leikurinn kl. 17.00 að íslenskum tíma.

Á myndinni hér fyrir neðan sjáum við Óskar Bjarna Óskarsson en hann aðstoðar Dag Sigurðsson við þjálfun japanska liðsins.