Strákarnir okkur töpuðu fyrir Hollendingum í miklum markaleik fyrr í kvöld.

Jafn var á með liðunum í fyrri hálfleik og staðan 21-20 þegar liðin gengu til búningsherbergja. En Erlingur Richardsson og hans menn sigu framúr í síðari hálfleik og höfðu að lokum tveggja marka sigur, 38-36.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Arnar Birkir Hálfdánsson 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Einar Sverrisson 4, Ísak Rafnsson 3, Sveinn Jóhannsson 3, Vignir Stefánsson 3, Anton Rúnarsson 2, Hákon Daði Styrmisson 2, Magnús Óli Magnússon 1, Árni Bragi Eyjólfssson 1, Elliði Snær Viðarsson 1 og Agnar Smári Jónsson 1.

Annað kvöld mætir íslenska liðið B liði Hollands kl. 17.00 að íslenskum tíma.