B-landslið karla vann þriggja marka sigur á B liði Hollands fyrr í dag.

Strákarnir okkar náðu snemma góðri forystu og leiddu leikinn með 4-5 mörkum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 18-13.

Eftir því sem leið á síðari hálfleikinn efldust Hollendingarnir og náðu að lokum að jafna metin, 25-25 þegar skammt var eftir af leiknum. En strákarnir okkar voru ekki á því að gefast upp og skoruðu 3 síðustu mörk leiksins og lönduðu þar með sigrinum. Lokatölur 28-25 fyrir okkar menn.

Markaskorarar Íslands:

Kristján Örn Kristjánsson 5, Ísak Rafnsson 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Vignir Stefánsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Hákon Daði Styrmisson 1, Arnar Birkir Hálfdánsson 1, Einar Sverrisson 1, Anton Rúnarsson 1.

Á morgun leikur íslenska liðið gegn Degi Sigurðsson og hans mönnum í Japan kl. 17.00.