Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla Ástu Birnu Gunnarsdóttir, leikmann Fram til móts við kvennalandsliðið sem nú er í Frakklandi.

Unnur Ómarsdóttir á við meiðsli að stríða og kemur því Ásta Birna til móts við liðið í dag.

Stelpurnar mæta Frökkum á fimmtudaginn kl.17.00 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.