Guðmundur endurkjörinn formaður

Þing HSÍ fór fram í dag. Guðmundur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður en ekkert mótframboð barst. Reynir Stefánsson og Þorgeir Haraldsson komu nýjir inn í stjórn í stað Guðjóns L. Sigurðssonar og Jakobs Sigurðssonar sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. Þá voru Arnar Þorkelsson, Guðríður Guðjónsdóttir endurkjörin í stjórn. 

Kosið var um 3 varamenn til eins árs en það voru þau Hannes Karlsson, Inga Lilja Lárusdóttir og Magnús Karl Daníelsson.

Velta sambandsins á rekstrarárinu 2017 var kr. 206.682.672.- Tap ársins var kr. 38.752.198.-

Skýrist það einkum á því að færa þurfti niður kröfur sem og leiðrétta ýmsar færslur sem gáfu ekki rétta mynd af stöðunni. Rekstrarárið 2017 var jákvætt að gefnu tilliti til einskiptiskostnaðar og rekstraráætlun 2018 gerir ráð fyrir hagnaði.

Á þinginu var samþykkt tillaga um áskorun til stjórnar að taka hart á fólskubrotum á leikvelli. 

Nánari upplýsingar um störf þingsins geta forráðamenn sambandsins veitt.