Í dag fór fram 60. ársþing HSÍ.

Engar stórvægilegar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu.

Velta sambandsins á rekstrarárinu 2016 var 206.216.207.- Tap ársins er 9.412.283.- . Eigið fé sambandsins er neikvætt um 2.658.554.-

Kosið var um formann HSÍ og var Guðmundur B. Ólafsson sjálfkjörinn formaður.

Kosið var um 4 stjórnarmenn til tveggja ára en það eru: Davíð B. Gíslason, Hjalti Þór Hreinsson, Hjördís Guðmundsdóttir og Þorbergur Aðalsteinsson.

Kosið var um 3 varamenn til eins árs en það voru þau Gunnar Gíslason, Hannes Karlsson og Magnús Karl Daníelsson.

Vigfús Þorsteinsson lét af störfum úr stjórn HSÍ og vill sambandið sérstaklega þakka honum óeigingjarnt starf á liðnum árum.