Handknattleiksdómararnir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson hafa verið boðaðir af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, til dómgæslu í Katar dagana 16. til 28. apríl næstkomandi. Þar munu þeir félagar dæma á katarska meistaramótinu.

Við heimkomuna tekur við úrslitakeppni Olísdeilda karla og kvenna sem nú er í fullum gangi.