Arnar Freyr Arnarsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í dag gegn Frökkum vegna meiðsla.

Arnar hlaut vægan heilahristing á æfingu í gær og getur þar af leiðandi ekki tekið þátt í leiknum í dag.

Leikur Íslands og Frakklands hefst kl.14.45 í beinni útsendingu RÚV.