Undanfarnar tvær vikur hafa þeir félagar dæmt í forkeppni Ólympíuleikanna í Asíu, í Doha, Qatar.

Eftir góða frammistöðu í mótinu hefur þeim verið úthlutaður úrslitaleikur mótsins sem hefst í dag kl.15 á íslenskum tíma, en þar taka heimamenn í Qatar á móti Íran.

Þetta mót hafa þeir Anton og Jónas nýtt sér sem undirbúning fyrir heimsmeistarakeppni kvenna sem fer fram í Danmörku í næsta mánuði, en þar verða þeir við störf.