Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 11.apríl  2017.

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna framkomu áhorfenda í leik ÍBV og Vals í Mfl.ka. 09.04.2017. Þar voru samkvæmt skýrslu dómara ítrekað höfð niðrandi orð í garð þjálfara Vals. Í samræmi við 19. gr. reglugerðar um agamál var ÍBV gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og liggur greinargerð félagsins fyrir í málinu. Í málinu er óumdeilt að á meðan leik stóð gerðu áhangendur ÍBV ítrekað hróp að þjálfara Vals. Að mati nefndarinnar eru hróp þessi og orð sem viðhöfð voru vítaverð framkoma gagnvart viðkomandi starfsmanni, þótt þau kunni að hafa verið sett fram af gamansemi. Á slíkri háttsemi bera félögin ábyrgð skv. 17. gr. reglugerðar um agamál.  Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða aganefndar að ÍBV skuli greiða sekt kr. 25.000 til HSÍ í samræmi við framangreint reglugerðarákvæði.

2. Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna brots í leik Vals og HK í 2.fl.ka. 10.04 2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaðu í eins leiks bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason. Gunnar vék sæti í máli nr.1.

Úrskurðurinn tekur gildi  við birtingu á heimasíðu HSÍ.