Úrskurður aganefndar mánuudaginn 10. apríl 2017.

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Þráinn Orri Jónsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna brots í leik Gróttu og Fram í mfl.ka, 04.04.2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Róbert Sigurðarson leikmaður Akureyrar fékk útilokun með skýrslu vegna brots í leik Stjörnunnar og Akureyrar í mfl.ka. 04.04. 2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

3. Stephen Nielsen leikmaður ÍBV fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Vals og ÍBV í mfl.ka. 04.04 2017. Að athuguðu máli telja dómarar að framkoman hafi verið samkvæmt reglu 8:9 og því ekki útilokun með skýrslu heldur aðeins útilokun. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá.

4. Arnar Birkir Hálfdánarson leikmaður Fram fékk útilokun með skýrslu vegna brots  í leik Hauka og Fram í mfl. ka. 09.04 2017. Borist hefur greinargerð frá Fram, en þar sem hér er brot á síðustu 30 sek. leiks falla brot sem á öðrum tíma leiks féllu undir 8.5 undir 8.10d.  Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

5. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna framkomu áhorfenda í leik ÍBV og Vals í Mfl.ka. 09.04.2017. Þar voru samkvæmt skýrslu dómara ítrekað höfð niðrandi orð í garð þjálfara Vals. ÍBV gefinn kostur á að koma með greinargerð. Fyrirtöku frestað til morguns.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason. Arnar Kormákur sat hjá við fyrirtöku máls nr. 1.

Úrskurðurinn tekur gildi  við birtingu á heimasíðu HSÍ.