Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 4.okt. 2016

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Birgir Örn Harðarson starfsmaður Mílunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart áhorfendum í leik ÍBV U og Mílunnar í M.fl.ka 30.09.16. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar skrifum sem Karl Erlingsson starfsmaður B í leik Gróttu og Hauka í M.fl.kv. 01.10.2016 setti inn á Facebook síðu sína að leik loknum. Vísan málsins til aganefndar er í samræmi við VI kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Í skrifum sínum á Facebook síðu sinni er Karl með mjög svo niðrandi orð um dómara leiksins, eftirlitsmann og starfsmann HSÍ. Fyrir aganefnd liggur greinagerð frá hkd. Gróttu þar sem fram kemur að Grótta hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Karl í kjölfar þessa máls. Jafnframt gaf Grótta út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli eru hörmuð og viðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Atvik málsins virðast benda til þess að ummælin hafi verið skrifuð utan leikstaðar og áttu forsvarsmenn Gróttu erfitt með að koma í veg fyrir þau.

Niðurstaða aganefndar er að Karl Erlingsson starfsmaður B hjá Gróttu er úrskurðaður 3ja mánaða bann frá þátttöku í leikjum á vegum HSÍ og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000. Gróttu er jafnframt veitt áminning vegna framkomu starfsmanns síns.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason.

Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 06.okt. 2016.