Úrskurður aganefndar 9. mars 2019

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Sveinn Aron Sveinsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis og Vals í mfl. ka. þann 8.3. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

2.
Arnar Máni Rúnarsson leikmaður Fjölnis hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis og Vals í mfl. ka. þann 8.3. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a en þar sem brotið á sér stað á seinustu þrjátíu sekúndum leiksins er vísað til reglu 8:10 d. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spjaldið því dregið tilbaka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.