Úrskurður aganefndar 8. október 2019

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Viktor Andri Jónsson leikmaður Vals U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Vals U og Þróttar í mfl. ka. þann 1.10. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10a. Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

2.
Jóhann Geir Sævarsson leikmaður Þór Ak. U hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik ÍR U og Þór Ak. U í mfl. ka. þann 5.10. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b) og c). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. 

3.
Elías Már Halldórsson þjálfari HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik HK og KA í mfl. ka. þann 6.10.2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

4.
Kristján Ottó Hjálmsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik HK og KA í mfl. ka. þann 6.10. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið tvær útilokanir vegna brota sem falla undir reglu 8.5

5.
Kristín María Reynisdóttir leikmaður Víkings hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Víkings í mfl. kv. þann 6.10.2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar. 

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.