Úrskurður aganefndar 30. apríl 2024
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Viktor Nökkvi Kjartansson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Aftureldingar í umspili 4.flokks karla þann 29.04.2024. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Almar Andri Arnarsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Aftureldingar í umspili 4.flokks karla þann 29.04.2024. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deild karla þann 28.04.2024. Með úrskurði aganefndar dags. 29.04.2024 var leikmanninum gerð refsing, einn leikur í bann, en frekari meðferð málsins frestað til dagsins í dag. Niðurstaða aganefndar er sú að leikmanninum verði ekki gerð aukin refsing vegna brotsins. Aganefnd vekur þó athygli á því að leikmaðurinn var úrskurðaður í eins leiks bann með úrskurði aganefndar þann 13. febrúar sl. og kemur því til ítrekunaráhrifa með vísan til 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Með vísan til þessa er leikmaðurinn úrskurðaður í tveggja leikja bann.
- Erindi barst frá framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla er vísað til aganefndar. Með tilvísun til 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er Hkd. ÍBV gefið færi á að skila inn athugasemdum sínum fyrir næsta fund aganefndar 7. Maí og er því afgreiðslu málsins frestað.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson