Úrskurður aganefndar 3. maí 2019

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Darri Aronsson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í mfl. ka. þann 2.5.2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það afstaða aganefndar að leikmaðurinn skuli nú úrskurðaður í eins leiks bann en með hliðsjón af ákvæði 3. gr. sömu reglugerðar er málinu að öðru leyti frestað í sólarhring meðan beðið er sjónarmiða og athugasemda viðkomandi félags í málinu.  Málið verður aftur tekið fyrir á fundi aganefndar á morgun, laugardaginn 4. maí 2019. 

2.
Róbert Sigurðarson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í mfl. ka. þann 2.5. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann að teknu tilliti til stighækkandi áhrifa útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið þrjár útilokanir vegna brota sem falla undir reglu 8.5.

3.
Adam Haukur Baumruk leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í mfl. ka. þann 2.5. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann að teknu tilliti til stighækkandi áhrifa útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið þrjár útilokanir vegna brota sem falla undir reglu 8.5.

4.
Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í mfl. ka. þann 2.5.2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a og b. Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það afstaða aganefndar að leikmaðurinn skuli nú úrskurðaður í eins leiks bann en með hliðsjón af ákvæði 3. gr. sömu reglugerðar er málinu að öðru leyti frestað í sólarhring meðan beðið er sjónarmiða og athugasemda viðkomandi félags í málinu.  Málið verður aftur tekið fyrir á fundi aganefndar á morgun, laugardaginn 4. maí 2019. 

Úrskurðurinn tekur gildi nú þegar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.