Úrskurður aganefndar föstudaginn 28.apríl 2017.

Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:

1. Aganefnd hefur borist erindi frá stjórn HSÍ vegna ummæla sem Óskar Ármannsson starfsmaður Hauka hafði um dómgæslu og dómara við Vísir.is eftir að leik Hauka og Fram í Mfl.kv. 25.04.2017 lauk. Í samræmi við 19.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál“ var Haukum gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð. Greinargerð hefur borist frá Óskari Ármannssyni. Aganefnd telur að með ummælum sínum hafi Óskar vegið að stétt handknattleiksdómara þar sem m.a. er notað orðið dómaramafía og séu jafnframt til skaða fyrir ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Niðurstaða aganefndar er að Óskar er úrskurðaður í 2ja leikja bann. Jafnframt er Haukum gert að greiða kr. 25.000 í sekt til HSÍ.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason. 

Úrskurðurinn tekur gildi við birtingu á heimasíðu HSÍ.