Úrskurður aganefndar 28. mars 2023

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka hlaut tvær útilokanir með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik Hauka og Gróttu í Olís deild karla þann 23.11.2022. Dómarar meta að brotin falli undir reglu 8:10 a). Aganefnd telur brot leikmannsins mögulega verðskulda lengra bann en 1 leik. Þá er og vakin athygli á 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál, sem einnig kemur til skoðunar í þessu máli. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Kristján Orri Jóhannsson leikmaður Víkingur hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víkings og Hauka U í Grill 66 deild karla þann 24.03.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Hinrik Hugi Heiðarsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og HK í 3.flokki karla þann 26.03.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Aganefnd telur brot leikmannsins mögulega verðskulda lengra bann en 1 leik. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Víkingur Traustason leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og HK í 3.flokki karla þann 26.03.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson.