Úrskurður aganefndar 28. febrúar 2023

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Þann 21. febrúar 2023 barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ummæla Jónatans Magnússonar, þjálfara KA, í viðtali í kjölfar leiks KA og Aftureldingar í Poweraid bikar karla er fram fór þann 15. febrúar 2023. Viðtalið birtist á RÚV strax eftir leik.

Ummælin sem um ræðir eru m.a. eftirfarandi:

„… mér finnst við hafa verið dæmdir úr þessu… mér finnst þetta gjörsamlega galið… við fáum aldrei svör…

Í samræmi við 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var KA gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ. Greinargerð barst frá KA þann 27. febrúar 2023.

Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega.

Með úrskurði aganefndar þann 21. febrúar 2023 var þjálfarinn úrskurðaður í eins leiks bann vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar, sem meðal annars fól í sér ummæli sem dómarar leiksins hafa metið sama eðlis og þau sem framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað til nefndarinnar. Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu telur aganefnd ekki tilefni til að gera þjálfaranum frekari refsingu í máli þessu.

Ísak Óli Eggertsson leikmaður KA U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis og KA U í Grill 66 deild karla þann 24.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Sigurður Jefferson Guarino leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna gáleysislegrar aðgerðar í leik Víkings og HK í Grill 66 deild karla þann 24.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Gunnar Valdimar Johnsen leikmaður Víkings hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víkings og HK í Grill 66 deild karla þann 24.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Aron Hólm Kristjánsson leikmaður Þórs hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Hauka U og Þórs í Grill 66 deild karla þann 24.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 d). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Jóhanna Lind Jónasdóttir leikmaður HK U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Fjölnis/Fylkis og HK U í Grill 66 deild kvenna þann 25.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Ásta Björk Júlíusdóttir leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 25.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 e). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Sigurður Bragason þjálfari ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 25.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Jafnframt hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ósæmilegrar hegðunar hans eftir leik. Þar sem um sömu atburðarrás er að ræða hefur aganefnd HSÍ ákveðið fjalla um bæði málin saman.

Í samræmi við 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er ÍBV gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ fyrir næsta fund aganefnar. Jafnframt verður óskað eftir greinargerð frá Hkd. Vals. Málinu er því frestað.

Halldór Ingi Óskarsson leikmaður Víkings U hlaut útilokun með skýrslu vegna gáleysislegrar aðgerðar í leik ÍBV U og Víkings U í 2. deild karla þann 26.02.2023. Dómarar mátu að brotið falli undir reglu 8:5 b). Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spjaldið því dregið til baka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson