Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:

1. Lúðvík Thorberg B Arnkelsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og ÍBV í M.fl.ka. 21.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

2. Ólafur Ægir Ólafsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna brots í leik Hauka og Vals í M.fl.ka. 21.03. 2018. Að athuguðu máli telja dómarar að brotið hafi ekki gefið tilefni til að veita honum útilokun með skýrslu. Niðurstaða aganefndar er að vísa málinu frá.

3. Sigurður F. Sæmundsson leikmaður Gróttu U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Gróttu U og Fram U í M.fl.ka. 22.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

4. Hafþór Vignisson leikmaður Akureyrar U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH U og Akureyrar U í M.fl.ka. 25.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

5. Jón Bjarni Ólafsson leikmaður FH U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH U og Akureyrar U í M.fl.ka. 25.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

6. Einar Marteinn Einarsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrara framkomu gagnvart dómurum í leik Fram og Hauka í 3.fl.ka. 26.03. 2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 29. mars 2018.