Úrskurður aganefndar fimmtudaginn 26. apríl 2018.



Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

 

 

1.
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss og FH í mfl. ka. 26.4. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

 

2.
Magnús Stefánsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í mfl. ka. 24.4. 2018. Leikmaðurinn var úrskurðaður í eins leiks bann á síðasta fundi aganefndar en málinu var að öðru leyti frestað um sólarhring (skv. reglugerð HSÍ um agamál 3. gr. 2. mgr.). 

 

Greinargerð barst frá ÍBV um málið. Samkvæmt skýrslu dómara fór viðkomandi leikmaður í andlit andstæðingsins með krepptum hnefa. Verður þeirri lýsingu ekki hnekkt með skoðun myndbands af atvikinu.

 

Niðurstaða aganefndar er eins leiks bann til viðbótar við það bann sem hann hlaut með úrskurði aganefndar, dags. 25. apríl 2018, eða alls tveggja leikja bann vegna atviksins.

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

 

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.

 

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi föstudaginn 27. apríl 2018.