Úrskurður aganefndar 25. október 2022

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Jón Bjarni Ólafsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Hauka í Olísdeild karla þann 20.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Dagur Árni Heimisson leikmaður KA U hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Vals U og KA U í Grill 66 deild karla þann 22.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Stefan Mickael Sverrisson leikmaður Kórdrengja hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Kórdrengja og Víkings í Grill66 deild karla þann 23.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Björn Ingi Helgason leikmaður Víðis hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víðis og Aftureldingar U í Grill66 deild karla þann 23.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Kornel Aleksander Wolak leikmaður Víðis hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víðis og Aftureldingar U í Grill66 deild karla þann 23.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Bjarki Steinn Þórisson leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals og ÍR í Olís deild karla þann 21.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Theis Kock Sondergard leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og Gróttu í Olís deild karla þann 21.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Díana Guðjónsdóttir starfsmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar eftir leik Hauka og ÍBV í Olís kvenna þann 22.10.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a) og 16:11 c).

Aganefnd hefur farið yfir skýrsluna og þau ummæli sem þar eru höfð eftir starfsmanninum.

Með vísan til fyrri fordæma er það mat nefndarinnar að gera verði greinarmun, annars vegar á ummælum sem fela í sér almenna gagnrýni á störf dómara og hins vegar á ummælum sem fela í sér alvarlegar aðdróttanir í garð einstakra aðila, ásakanir um óheiðarleika eða aðra viðlíka háttsemi. Telur nefndin að umrædd ummæli starfsmannsins feli fyrst og fremst í sér gagnrýni hennar á störf dómara sem byggir á persónulegri upplifun starfsmannsins. Innan tjáningarfrelsis starfsmannsins rúmast, að mati nefndarinnar, réttur hennar til að segja, innan skynsamlegra marka, skoðun sína á frammistöðu dómara.

Með vísan til alls framangreinds er niðurstaða nefndarinnar að þrátt fyrir starfsmaðurinn hefði mátt viðhafa varfærnislegra orðalag í samskiptum við dómara í umrætt sinn, feli ummælin ekki í sér grófa óíþróttamannslega hegðun. Að mati nefndarinnar er því ekki tilefni til að láta starfsmanninn sæta viðurlögum í máli þessu. Aganefnd áréttar mikilvægi þess að þjálfarar og starfsmenn liða, líkt og leikmenn, sýni í orði og verki þá almennu háttvísi og framkomu sem samboðin er handknattleiksíþróttinni.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Þór Sæþórsson og Ágúst Karl Karlsson