Úrskurður aganefndar 23. febrúar 2024

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Ægir Örn Sigurgeirsson starfsmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Hauka og Stjörnunnar í 4.flokki kvenna þann 14.02.2024. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Leikbönnin taka gildi 23.02.2024

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson