Úrskurður aganefndar 22. nóvember 2022

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Ágúst Atli Björgvinsson leikmaður Aftureldingar U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar U og HK U í 2. deild karla þann 15.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Stefán Scheving Th. Guðmundsson leikmaður Aftureldingar U hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Aftureldingar U og HK U í 2. deild karla þann 15.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Aganefnd telur brot leikmannsins verðskulda lengra bann en 1 leik. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Bergvin Snær Alexandersson leikmaður Aftureldingar U hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Aftureldingar U og HK U í 2. deild karla þann 15.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Egidijus Mikalonis leikmaður Kórdrengja hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis og Aftureldignar í Grill 66 deild karla þann 18.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Heimir Óli Heimisson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í Olís deild karla þann 19.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Petar Jokanovic leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í Olís deild karla þann 19.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Eyrún Ósk Hjartardóttir leikmaður Fjölnis/Fylkis hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik HK og Fjölnis/Fylkis í Grill 66 deild kvenna þann 20.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og Selfoss í Olís deild karla þann 21.11.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson