Aganefnd HSÍ | Úrskurður 22.04. ’22

Úrskurður aganefndar 22. apríl 2022

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals og Fram í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 21.04.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  2. Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals og Fram í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 21.04.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  3. Dagur Arnarsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 21.04.2022.  Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  4. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdarstjóra HSÍ fyrir hönd stjórnar vegna ummæla leikmanns Vals eftir leik Vals og Fram í úrslitakeppni Olís deildar karla. Með vísan til 20. gr. reglugerðarinnar mun aganefnd leita umsagnar málsaðila áður en úrskurðað verður í málinu. Handknattleiksdeild Vals er því gefinn frestur til kl.11.00, laugardaginn 23. apríl til að skila inn greinargerð vegna málsins.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson, Sverrir Pálmason og Vala Valtýsdóttir.