Aganefnd HSÍ | Úrskurður 21.12. ’21

Úrskurður aganefndar 21. desember 2021

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar og Aftureldingar í Olís deild karla þann 14.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  2. Laufey Lára Höskuldsdóttir leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og ÍR í Grill 66deild kvenna þann 14.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  3. María Leifsdóttir leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍR og KA/Þór í 3. flokki kvenna þann 18.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 e). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  4. Tomislav Jagurinovski leikmaður Þór hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Þórs og Harðar í Grill66 karla þann 18.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  5. Aganefnd barst athugasemd frá dómurum leiks Þórs og Harðar í Grill66 deild karla sem fram fór þann 18.12.2021. Í athugasemdinni kemur fram að þjálfari Þórs hafi haft afskipti af liði sínu úr stúku vallarins en viðkomandi tók út leikbann í leiknum. Með tilvísun í 15. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að áminna handknattleiksdeild Þórs vegna athæfisins, skv. 21. gr. sömu reglugerðar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson, Arnar Þór Sæþórsson og Sverrir Pálmason.