Úrskurður aganefndar 21. febrúar 2023

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

Ólöf María Stefánsdóttir leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna gáleysislegrar aðgerðar í leik ÍBV og Selfoss í Olís deild kvenna þann 17.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spjaldið því dregið til baka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.

Guðjón Baldur Ómarsson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Selfoss í Olís deild karla þann 17.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Jónatan Magnússon þjálfari KA hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik KA og Aftureldingar í Poweraid bikar karla þann 15.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

Andri Már Rúnarsson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla þann 20.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Þann 21. febrúar barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ummæla Jónatans Magnússonar, þjálfara KA, í viðtali í kjölfar leiks KA og Aftureldingar í Poweraid bikar karla er fram fór þann 15. febrúar 2023. Viðtalið birtist á RÚV eftir leik. Í samræmi við 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er KA gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ fyrir næsta fund aganefnar. Málinu er því frestað.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson