Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Hákon Hermannsson Bridde starfsmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum í leik HK og UMFA í 3.fl.kv. 13.03. 2018. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Róbert Pettersson leikmaður Þróttar U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK u og Þróttar U í M.fl.ka. 14.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

3. Aron Valur Jóhannsson leikmaður Þróttar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar U og Þróttar í M.fl.ka. 16.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

4. Aron Fannar Sindrason leikmaður Fram U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram U og FH U í M.fl.ka. 16.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

5. Ana Blagaojevic leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik KA/Þórs í M.fl.kv. 17.03. 2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

6. Rakel Friðbertsdóttir leikmaður HK 2 hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Hauka og HK 2 í 4.fl.kv E. 18.03.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

7. Eyvindur Hrannar Gunnarsson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik FH og Selfoss í M.fl.ka. 18.03. 2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson. 

Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 22.03. 2018.