Eftirtalið mál láu fyrir og var tekið til úrskurðar:

1. Guðrún Ósk Maríasdóttir leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar og Fram í M.fl.kv. 13.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

2. Andri Heimir Friðriksson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Gróttu og ÍBV í M.fl.ka. 13.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

3. Áki Egilsnes leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Akureyrar og KA í M.fl.ka. 13.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

4. Ingi Rafn Róbertsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals U og HK í M.fl.ka. 16.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

5. Egill Magnússon leikmaður Vals U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals U og HK í M.fl.ka. 16.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

6. Aron Gauti Óskarsson leikmaður Hauka U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka U og Akureyrar í M.fl.ka. 17.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

7. Eyvindur Hrannar Gunnarsson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss og Hauka í M.fl.ka. 18.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

8. Orri Freyr Gíslason leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Vals í M.fl.ka. 19.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

9. Lovísa Thompson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófs leikbrots í leik ÍBV og Gróttu í M.fl.kv. 14.02.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

10. Blær Hinriksson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu eftir að leik Stjörnunnar og HK í 3.fl.ka.18.02.2018 lauk vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar og ofbeldis gagnvart dómurum leiksins. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í þriggja leikja bann.

11. Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað til aganefndar í samræmi við 6.kafla „Reglugerðar HSÍ um agamál“ atviki sem kom upp í leik Fjölnis U og Akureyrar U í mfl. ka. 14. feb. 2018. Jafnframt hefur aganefnd kynnt sér upptöku af atvikinu í samræmi við 5.gr. fyrrgreindrar reglugerðar. Aðilum málsins hefur verið gefinn kostur á að skila inn greinargerð. Dómarar sáu ekki atvikið. Greinargerð barst frá Akureyri þar sem fram kemur að þeir hafa þegar gripið til aðgerða vegna atviksins. Af upptöku frá leiknum er ljóst að atvikið var með þeim hætti að eftir að hafa skotið á mark og á leið í vörn slær Jóhann Geir Sævarsson leikmaður Akureyra U með hendi milli fóta leikmanns Fjölnis og kippist hann til við höggið. Þó höggið virðist ekki hafa verið þungt er ljóst að leikmaðurinn sló annan leikmann af ásetningi. Niðurstaða aganefndar er að Jóhann Geir Sævarsson leikmaður Akureyrar U er úrskurðaður í eins leiks bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.

Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 22.02. 2018.