Úrskurður aganefndar 18. maí 2021

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  • Þorsteinn Þorsteinsson starfsmaður Kríu hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Víkings og Kríu í Grill66 deild karla þann 11.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar
  • Í skýrslu dómara eftir leik Harðar og Fjölnis í Grill66 deild karla þann 11.5.2021. kemur fram að áhorfandi leiks hafi haft uppi hávær mótmæli gagnvart dómurum. Aganefnd telur að af lýsingum að dæma kunni að vera um að ræða atvik er heyri undir 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Með vísan til 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar mun aganefnd leita umsagnar Harðar áður en úrskurðað verður í málinu. 
  • Ársæll Ingi Guðjónsson starfsmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram og HK í Grill66 deild karla þann 14.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  • Kristján Ottó Hjálmarsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og HK í Grill66 deild karla þann 14.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Daníel Þór Reynisson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Selfoss 2 og KA í 3.flokki karla 2.deild þann 16.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  • Matthias C. Sæþórsson leikmaður Fjölnis hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals U og Fjölnis í Grill66 deild karla þann 17.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Daði Jónsson leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA og ÍBV í Olís deild karla þann 17.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Bjarki Steinn Þórisson leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu í leik Aftureldingar og ÍR í Olís deild karla þann 16.5.2021. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spaldið því dregið til baka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.
  • Darri Aronsson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og FH í Olís deild karla þann 15.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.

Hægt er að sjá úrskurðinn hér.