Úrskurður aganefndar miðvikudaginn 18.4. ’18

Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:

1.
Sveinbjörn Pétursson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna ógnandi hegðunar eftir að leik lauk í leik Stjörnunnar og Selfoss í mfl. ka. 16.4. 2018. Að leik loknum hljóp Sveinbjörn í átt að dómurum leiksins og hrópaði að þeim, var með ógnandi hegðun og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. Áður en til þess kom var Sveinbjörn stöðvaður af samherja sínum. Stuttu síðar gerði Sveinbjörn sig líklegan til að veitast að eftirlitmanni leiksins, en var þá stöðvaður af starfmanni Stjörnunnar. 

Greinargerð um málið barst frá Stjörnunni.

Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í  3 leikja bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi, fimmtudaginn 19. apríl 2018.