Úrskurður aganefndar 18. desember 2018

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Ída Margrét Stefánsdóttir leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik FH og Vals í 3.fl. kv. þann 12.12.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.



2.
Róbert Sigurðarson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Gróttu í mfl. ka. þann 13.12. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

3.
Magnús Öder Einarsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Gróttu í mfl. ka. þann 13.12. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið tvær útilokanir vegna brota sem falla undir reglu 8.5. 

4.
Einar Sverrisson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og Selfoss í mfl. ka. þann 13.12. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

5.
Andri Heimir Friðriksson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram og Selfoss í mfl. ka. þann 13.12.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið tvær útilokanir, annars vegar vegna brots sem fellur undir reglu 8.5 og hins vegar brots sem fellur undir reglu 8.10. 

6.
Sveinn Jóhannsson lekmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV 2 og ÍR í mfl. ka. þann 13.12. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið tvær útilokanir, annars vegar vegna brots sem fellur undir reglu 8.5 og hins vegar brots sem fellur undir reglu 8.6.

7.
Sara Katrín Gunnarsdóttir leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og Fram í 3.fl. kv. þann 14.12. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

8.
Tómas Starrason leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og FH í 3.fl. ka. þann 17.12. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 20. desember 2018.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.