Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 18.okt. 2016.

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1. Stjórn HSÍ vísaði til aganefndar ummælum er Einar Jónsson hafði í fjölmiðlum eftir leik Stjörnunnar og UMFA í mfl.ka.. Í samræmi við 19. grein reglugerðar um agamál hefur málsaðilum verið sent erindið og gefinn kostur á að bregðast við fyrir næsta fund aganefndar og var fyrirtöku málsins frestað til næsta fundar aganefndar. Borist hefur greinargerð frá Stjörnunni vegna málsins. Aganefnd telur ljóst að með ummælum sínum vóg Einar að heiðarleika og hlutleysi dómara þó ekki hafi hann sagt það berum orðum. Ummæli sem höfð voru eftir honum á vefmiðlunum vísir.is og fimmeinn.is hljóta að teljast til skaða fyrir handknattleik í landinu. 

Niðurstaða aganefndar er að Einar Jónsson er úrskurðaður í eins leiks bann vegna ummæla sinna.

2. Jóhann Karl Reynisson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna brots í leik Hauka og FH í Mfl.ka. 12.10.2016. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason. Sverrir sat hjá við afgreiðslu máls 1 vegna tengsla við viðkomandi.

Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 20.okt. 2016.