Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 17.4. ’18

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Ingólfur Páll Ægisson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Þróttar og HK í mfl. ka. 16.4. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

2.
Atli Már Báruson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og Vals í mfl. ka. 16.4. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

3.
Bjarki Már Gunnarsson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar og Selfoss í mfl. ka. 16.4. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. 

4.
Sveinbjörn Pétursson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna ógnandi hegðunar eftir að leik lauk í leik Stjörnunnar og Selfoss í mfl. ka. 16.4. 2018. Óskað hefur verið eftir greinargerð frá Stjörnunni vegna málsins og verður það því aftur tekið fyrir á fundi aganefndar á morgun, miðvikudaginn 18.4. 2018.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi miðvikudaginn 18. apríl 2018.